Hrunahestar
  • Heim
  • Fréttir / News
  • Um okkur
  • Myndir
  • Hestarnir okkar/ Our horses
    • Ræktunarmerar / Breeding mares
    • Stóðhestar / Stallions
    • Unghross / Youngsters
    • Önnur hross
  • Söluhross/ Sale horses
    • Unghestar
    • Hryssur
    • geldingar
    • Graðhestar
  • Hafðu samband/ Contact
  • Gestabók
  • Tenglar
Við Búum á Flúðum í Hrunamannahreppi og ræktum hross frá bænum Reykjadal. Við erum að fá á bilinu 2-4 folöld ári og leggjum áherslu á að vera eingöngu með góðar merar í ræktun, þær eru ekki allar í fyrstu verðlaunum en allt hryssur sem bera kosti sem okkur langar til þess að rækta áfram.
Foreldrar Guðríðar búa í Reykjadal og rækta líka hross þaðan.

 

Picture




Jón William Bjarkasom er fæddur árið 1979, uppalinn í skagafirði og hefur frá 16 ára aldri nánast eingöngu unnið við tamningar, þjálfun og járningar. Hann hefur lokið fyrstu 2 árunum á Hólum og kláraði verknám í tamningum hjá Ævari Erni Guðjónssyni. 

Jón hefur séð um tamningar á mörgum þektum ræktunarbúum með góðum árangri, svo sem Hafsteinsstöðum, Þúfu, Sperðli, Grímsstöðum, Lipperthof (þýskalandi) og Ågreneset (Noregi) svo eitthvað sé nefnt.

 

Picture




Guðríður Eva Þórarinsdóttir er fædd árið 1988 og uppalin í Hrunamannahrepp.

Guðríður stundar hestamennsku sér til ánægju samhliða því að vinna sem Dýralæknir.

hún útskrifaðist árið 2008 frá Menntaskólanum að Laugarvatni og 2014 sem Dýralæknir Kaupmannarhafnar  háskóla.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.