Við Búum á Flúðum í Hrunamannahreppi og ræktum hross frá bænum Reykjadal. Við erum að fá á bilinu 2-4 folöld ári og leggjum áherslu á að vera eingöngu með góðar merar í ræktun, þær eru ekki allar í fyrstu verðlaunum en allt hryssur sem bera kosti sem okkur langar til þess að rækta áfram. Foreldrar Guðríðar búa í Reykjadal og rækta líka hross þaðan.
Jón William Bjarkasom er fæddur árið 1979, uppalinn í skagafirði og hefur frá 16 ára aldri nánast eingöngu unnið við tamningar, þjálfun og járningar. Hann hefur lokið fyrstu 2 árunum á Hólum og kláraði verknám í tamningum hjá Ævari Erni Guðjónssyni.
Jón hefur séð um tamningar á mörgum þektum ræktunarbúum með góðum árangri, svo sem Hafsteinsstöðum, Þúfu, Sperðli, Grímsstöðum, Lipperthof (þýskalandi) og Ågreneset (Noregi) svo eitthvað sé nefnt.
Guðríður Eva Þórarinsdóttir er fædd árið 1988 og uppalin í Hrunamannahrepp.
Guðríður stundar hestamennsku sér til ánægju samhliða því að vinna sem Dýralæknir.