Hrunahestar
  • Heim
  • Fréttir / News
  • Um okkur
  • Myndir
  • Hestarnir okkar/ Our horses
    • Ræktunarmerar / Breeding mares
    • Stóðhestar / Stallions
    • Unghross / Youngsters
    • Önnur hross
  • Söluhross/ Sale horses
    • Unghestar
    • Hryssur
    • geldingar
    • Graðhestar
  • Hafðu samband/ Contact
  • Gestabók
  • Tenglar

 

Picture


Við eigum hlut í stóðhestinum Þrist frá Feti.

Þrist þarf vart að kynna, frábær fjórgangari sem hefur marg sannað sig sem frábær kynbótahestur.


Á landsmóti 2012 hlaut Þristur Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi með eftirfarandi dómsorði:

Þristur gefur hross í rífu meðallagi að stærð með skarpt og þurrt höfuð.
Eyrun eru vel borin en löng og kjálkar djúpir. Hálsinn er reistur, grannur og mjúkur við háar herðar. Bakið er breitt en beint og lendin djúp og öflug en all gróf. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá en síður stundum flatar. Fætur eru grannir og  nágengir en hófar djúpir og efnisþykkir. Prúðleiki er úrvals góður. Þristur gefur frábært tölt, rúmt og taktgott með háum fótaburði. Brokkið er taktgott, lyftingar- og skrefmikið. Vekurð er sjaldan að gagni og fetið slakt, skrefstutt en þó oft taktgott. Stökkið er hátt og ferðmikið. Afkvæmin eru mikið viljug og vakandi og fara úrvals vel með góðum höfuðburði og háum fótaburði. Þristur gefur háreist og prúð hross með úrvals tölt, góðan vilja og háan fótaburð. Þristur hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fimmta sætið.

Hæðsti dómur Þrists:
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.