Hrunahestar
  • Heim
  • Fréttir / News
  • Um okkur
  • Myndir
  • Hestarnir okkar/ Our horses
    • Ræktunarmerar / Breeding mares
    • Stóðhestar / Stallions
    • Unghross / Youngsters
    • Önnur hross
  • Söluhross/ Sale horses
    • Unghestar
    • Hryssur
    • geldingar
    • Graðhestar
  • Hafðu samband/ Contact
  • Gestabók
  • Tenglar

IS2007184554 - Fylkir frá Þúfu SELDUR

Picture
Fylkir 3vetra og einungis 2 vikna taminn
M: Fiða frá Þúfu
F: Orri frá Þúfu

Fylkir er grár geldingur fæddur 2007. Stórefnilegur alhliða hestur, mikill vilji og mikilar hreyfingar.
Fylki var ekki mikið synt frá 4v. aldri og þar til núna í haust vegna veru okkar í danmörku. En hann kemur fljótt til og er mikið efnilegur.

Fylkir er meðal annars albróðir: 
Arðs frá Þúfu, sem hlotið hefur 8,22 fyrir sköpulag, 8,58 fyrir kosti og 8,44 í aðaleinkunn
           og
Fífu frá Þúfu sem hlotið hefur 8,05 fyrir byggingu, 7,87 fyrir kosti (9 fyrir stökk og vilja og geðslag) og 7,94 í
aðaleinkunn



IS2006157482 - Breki frá Litlu-Gröf    SELDUR

Picture
M: Þruma frá Litlu-Gröf
F: Hreimur frá Flugumýri

Breki er móbrúnn, nösóttur, leistóttur geldingur að fara á 6. vetur. Hann er stór, myndarlegur, mög þægur og traustur.
Hann er ekki nema eins og hálfs mánaða taminn en lofar góðu, allur gangur opinn.

Breki lítur út fyrir að vera efni í frábæran alhliða reið- og fjölskylduhest sem allir geta notið.

IS2005157480 - Þyrnir frá Litlu-Gröf   SELDUR

Picture
M: Þruma frá Litlu-Gröf
F: Hróar frá Hafsteinsstöðum

Þyrnir er stór og myndarlegur brún-stjörnóttur geldingur. Þrátt fyrir að vera að fara á 7. vetur er hann sem stendur einungis eins og hálfs mánaða taminn.

Þyrnir lofar mjög góðu, hann er viljugur, mikið hágengur og skreflangur alhliða hestur

IS2004157481 - Haukur frá Litlu-Gröf   SELDUR

Picture
M: Von frá Litlu-Gröf
F: Hugur frá Grenstanga

Haukur er mjög stór, faxprúður og myndarlegur reiðhestur.

Hann er traustur og þægur og henntar vel fyrir alla, byrjendur sem og lengra komna.
hann er hesturinn sem allir geta riðið, allir geta notið og allir vilja eiga.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.