Nú erum við loksins að verða búin að koma okkur vel fyrir hérna á Guldsmedegården, hérna er voða gott að vera og manni er strax farið að líða eins og heima :)
Jón hefur fengið aðeins að gera í járningum og kennslu á svæðinu og við vonumst svo til að hjólin fari að rúlla eftir jól og áramót, þegar jólastressið rjátlast af fólki og hrossin koma aftur upp í hugan :)
Í síðustu viku fór jón í stutta ferð til íslands þar sem hann keyrði um suðurlandið með tvo Þjóðverja í hrossakaupahugleiðingum, það gekk mjög vel og sneru allir sáttir til síns heima að ferðinni lokinni. Hann er svo á leiðinni til Þýskalands í lok næstu viku, þar verður hann í 5 daga á Lipeprthof við járningar og að klippa hófa á unghrossum og ræktunarmerum.
Jón hefur fengið aðeins að gera í járningum og kennslu á svæðinu og við vonumst svo til að hjólin fari að rúlla eftir jól og áramót, þegar jólastressið rjátlast af fólki og hrossin koma aftur upp í hugan :)
Í síðustu viku fór jón í stutta ferð til íslands þar sem hann keyrði um suðurlandið með tvo Þjóðverja í hrossakaupahugleiðingum, það gekk mjög vel og sneru allir sáttir til síns heima að ferðinni lokinni. Hann er svo á leiðinni til Þýskalands í lok næstu viku, þar verður hann í 5 daga á Lipeprthof við járningar og að klippa hófa á unghrossum og ræktunarmerum.