Hrunahestar
  • Heim
  • Fréttir / News
  • Um okkur
  • Myndir
  • Hestarnir okkar/ Our horses
    • Ræktunarmerar / Breeding mares
    • Stóðhestar / Stallions
    • Unghross / Youngsters
    • Önnur hross
  • Söluhross/ Sale horses
    • Unghestar
    • Hryssur
    • geldingar
    • Graðhestar
  • Hafðu samband/ Contact
  • Gestabók
  • Tenglar

Unghrossadómar Hrossaræktarfélaga Hrunamanna og Biskupstungna

4/22/2018

0 Comments

 
Þann 20.04 síðastliðinn fórum við með 3ja vetra folann okkar Vopna frá Reykjadal í Fellskot þar sem Þorvaldur Kristjánsson var með unghrossadóma. Þetta var afskaplega skemmtilegur dagur og bæði gaman og fræðandi að fylgjast með Þorvaldi dæma hrossinn þar sem hann gaf sér góðan tíma til þess að útskýra sitt mat.
Vopni fékk mjög skemmtilega umsögn og hlakkar okkur orðið mjög mikið til þess að byrja að temja þennan efnilega hest í haus :)

einkanir voru gefnar á línulegu mati frá 1-7 og í sköpulagi fékk hann að meðaltali 5.14 (14 liðir) og fyrir ganglag 5.5 (6 liðir)

Vopni er undan Kvist frá Skagaströnd og Vild frá Auðsholtshjáleigu

0 Comments

Það greinilegt að við þurfum að taka okkur á:)

8/18/2014

0 Comments

 
Já nú er kominn tími að taka sig á. Nóg hefur gerst og frá nógu er að segja svo afsökunin fyrir aðgerðarlaisi hérna á síðunni er engin:)

Fyrst ber að við Fluttum jú heim til ísland í Júní í FYRRA (já við erum búin að vera léleg)
Við búum núna á Flúðum og erum með alla aðstöðu fyrir hrossin í Reykjadal, heima hjá foreldrum Guðríðar. Þar erum við að vinna í að gera upp hesthús, unnum í fyrri helmningnum síðasta vetur og var hann tekinn í notkun í byrjun Mai.

Guðríður útskrifaðist sem Dýralæknir um miðjan Júli og starfar núna á dýralæknamistöðinni á Hellu.

Sumarið hefur verið spennandi sími, eins og alltaf í hestamennskunni og einkennist af hestaferðum og útreiðum í blíðunni (sem þó hefur verið ábótavannt í sumar), folöldum og stóðhestatilhugnum. Við erum búi nað fá 2 folöld og bíðum eftir nokkrum í viðbót. Við fengum Móálótta hryssu undan Orradótturinni Orðu frá Ásbjarnarstöðum og Stála frá Kjarri - hún kom eins og pöntuð úr bækling, bæði með óska litinn og kynið.
Síðan fengum við bleikálóttann hest undan Hrynjandadótturinni Fiðlu frá Reykjadal og Óskastein frá Íbishóli.

Í sumar héldum fið Fiðlu undir Rökkva soninn Óm frá Laugavöllum - Við erum sérstaklega spennt fyrir honum þar sem hann er svo mikið skildur honum Breka okkar sem við tókum með okkur til Danmerkur. Báðir eru þeir undan Rökkva og báðir undan Farsæls-dætrum. Við erum búi nað vera að temja það sem til var heima undan Breka og erum alveg einstaklega hrifin af bæði geðslaginu og ekki síst ganglaginu í tryppunum. Þau mynna mikið á Pabba sinn:)

Í fyrra keyptum við með góðvini okkar í Þískalandi Glæsi hryssuna Vild frá Auðsholtshjáleigu.
Hún kasti í Vor Móálóttri hryssu unda Krák frá Blesastöðum (í eigu Ula Reber). Vild er núna fengin við Kvist frá Skagaströnd, og það fyl í eigu okkar.

Fríða kom í fyrra sumar Geld heim frá Þristi en tókst um haustið (eins og 4 aðrar vinkonur hennar að ná sér fyl frá ungum fola sem laumaði sér yfir í skjóli nætur. Við bíðum því núna eftir folöldum undan hryssunum Fríðu, Framsókn, Lyftingu og Diljá (sem allar áttu að vera geldar) en kasta vonandi núna á allra næstu dögum... Já þær voru nokkuð frjálsar ástirnar í sveitinni þetta haustið :)

Ef folöldin fara að láta sjá sig er planið að halda Hryssunum aftur, Fríðu undir Brag frá Ytra-Hóli, Framsókn undir Hring frá Gunnarsstöðum og Lyftingu undir Straum frá Feti... Allt velltur það þó á því að folöldin láti sjá sig sem allra fyrst:)

0 Comments

Margt að gerast og frá mörgu að segja :)

6/2/2013

1 Comment

 
Já, við erum ekki alltaf dugleg að dæla inn fréttum, þar verður vonandi breyting á :)

Það er þó margt búið að gerast og mikið í vændum núna.

Jón kepti um daginn í opnum flokki (5.2) á sjálenska meistaramótinu og lenti í öðru sæti. Bara gaman að því:)
Picture
Picture
Annars er það nú helst í fréttum að við Flytjum heim til íslands núna í lok júní, þann 26. til að vera nákvæm.

Við munum Flytja á Flúðir og Jón veðrur aftur með aðstöðu til tamninga heima í Reykjadal. Guðríður fer að vinna á Dýralæknamiðstöðinni á Hellu í sumar og svo að vinna að lokaverkefninu í haust, námið rétt að klárast hjá henni! 
Það verður nú að viðurkennast að það er ógurlegur spennufiðringur í okkur að vera að flytja aftur til íslands, heima er alltaf best :)

Enn eru engin folöld komin hjá okkur, en við bíðum spent eftir þeim fyrstu sem ættu nú að fara að láta sjá sig hvað úr hverju.
1 Comment

Öll folöld komin í heiminn

7/17/2012

0 Comments

 
Þá eru öll folöld hjá okkur fædd, þrjú folöld og þar af þrír hestar. Því miður engar merar í ár, en þeir bæta upp fyrir það með því að vera einstakelga myndarlegir:)

Fyrstur mætti á svæðið Hrafar frá Reykjadal undan Fiðlu okkar og Spuna frá Vesturkoti. 
Picture
Þegar maður fæðist í byrjun mai í rigningu og kulda þarf maður bara smá hjálp við að ná upp hita
Picture
óttalega fínn
Næstur kom Skugga-Sveinn undan Fríðu og Sveini-Hervari fá Þúfu. Það var orðið ögn hlýrra og vinalegra veður þegar hann mætti enda kominn miður Júní.
Picture
Picture
Síðastur kom Svo Efi indan Diljá og Ábóta frá Þúfu
Picture
fallega blesóttur :)
Picture
Merarnar eru svo allar komnar undir hesta aftur.

Fiðla fór undir Aron frá Strandarhöfði, Það folald verður reyndar ekki okkar þar sem við leigðum merarina til ræktanda í Danmörku sem vonandi fær fallegt folald að ári.

Fríða er hjá Þristi frá Feti, við vonumst auðvitað eftir fallega skjóttri hryssu:)

Diljá er há Stíganda frá Stóra-Hofi.

Óðsdóttirin okkar hún Hreyfing fór í ár í fyrsta skipti undir hest og er hjá Þorsta frá Garði.

Svo gaman að pæla í hrossaræktinni og verður spennandi að sjá hvað skilar sér næsta vor :)
0 Comments

Frábært námskeið í Færeyjum

1/30/2012

0 Comments

 
Þá er jón kominn til baka eftir frábært námskeið í Færeyjum í síðustu viku. Nemendurnir voru einstakelga jákvæðir og skemmtilegirog náðu þarfafleiðandi allir mikklar framfarir.
Það er svo skemmtilegt að klára svona námskeið þar sem allir eru ánægðir og sáttir með samstarfið.
Okkur hlakkar svo mikið til að starta nýju námskeiði í næstu viku sem haldið verður hérna á Guldsmedegården, vonum að sjálfsögðu að það muni . 
0 Comments

Allt að komast í gang...

1/2/2012

0 Comments

 
Gleðilegt nýtt ár allir saman, Við vonum að árið 2012 verði ykkur öllum ánægjulegr.
Að sama skapi vonumst við til þess að árið verði okkur gott hérna á Guldsmedegården, núna er boltinn loksins farinn að rúlla aðeins hjá okkur hérna á nýja :)
Jón er farinn að fá þó soldið að gera í kennslu og svo bíðum við núna eftir nokkrum hrossum sem koma í þjálfun og eiga að mæta á svæðið í vikunni.
svo er bara að vona að gott orð verði fljótt að berast milli manna :)
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Allt að falla í fastar skorður

12/8/2011

0 Comments

 
Nú erum við loksins að verða búin að koma okkur vel fyrir hérna á Guldsmedegården, hérna er voða gott að vera og manni er strax farið að líða eins og heima :)
Jón hefur fengið aðeins að gera í járningum og kennslu á svæðinu og við vonumst svo til að hjólin fari að rúlla eftir jól og áramót, þegar jólastressið rjátlast af fólki og hrossin koma aftur upp í hugan :)

Í síðustu viku fór jón í stutta ferð til íslands þar sem hann keyrði um suðurlandið með tvo Þjóðverja í hrossakaupahugleiðingum, það gekk mjög vel og sneru allir sáttir til síns heima að ferðinni lokinni. Hann er svo á leiðinni til Þýskalands í lok næstu viku, þar verður hann í 5 daga á Lipeprthof við járningar og að klippa hófa á unghrossum og ræktunarmerum.
0 Comments

Reiðnámskeið í Færeyjum

11/10/2011

0 Comments

 
þann 18-22 janúar verður Jón í Færeyjum, þar sem hann mun halda spennandi 5 daga reiðnámskeið fyrir heimamenn. 
Námskeiðið er skipulagt af Hestamannafélagi Færeyinga.
0 Comments

Flutningar og mikið spennandi tímar framundan

10/25/2011

0 Comments

 
Já nú eru mikið spennandi tímar framundan hjá okkur. Jón ætlar að flytja til Danmerkur í lok Nóvember og mun þá starfa við tamningar og þjálfun, járningar og kennslu líkt og hann hefur gert á Íslandi undanfarið. 
Við erum komin með alveg drauma aðstöðu inn á einum flottasta hestabúgarði Danmerkur - Guldsmedegården. Þar munum við leygja íbúðarhús og hesthús frá og með fyrsta desember. 
Aðstaðan á svæðinu er eins og best verður á kosið, hesthúsin eru nýuppgerð með rúmum einshesta stíum og á svæðinu er reiðhöll í fullri stærð, gerði og verið er að setja upp hringvöll. Það bara gerist ekki betra :)
Við erum að sjálfsögðu einstaklega spennt, enda verður þetta skemmtilegt verkefni og fyrir utan hvað það verður mikill munur að vera ekki í sitthvoru landinu megnið af árinu!!
0 Comments

September liðin

10/5/2011

0 Comments

 
Þá er september liðinn og flest tamningar tryppin farin heim aftur, held að eigendur hafi flestir verið ánægðir með afraksturinn:)


Jón er í fríi í Danmörku fram á sunnudag og verður því byrjað á næsta holli strax á mánudag, enn 1-2 pláss laus ef einhver hefur áhuga.
Guðríður kemur svo með heim á sunnudaginn og verður tvær vikur, fær þá smá að fá þefinn af hestamennskunni aftur og getur hjálpað til við að koma tryppunum af stað. Hún mun svo einnig fá að taka þátt í kviðslitsaðgerð á hesti frá okkur með dýralæknunum á Hellu, mjög spennt fyrir því:)

Endilega fylgist með, erum á fullu að týna inn sölurossin á síðuna, margt spennandi í boði!!!

Kveðja úr Danmörku
0 Comments
<<Previous

    Author

    Write something about yourself. No need to be fancy, just an overview.

    Archives

    April 2018
    August 2014
    June 2013
    July 2012
    January 2012
    December 2011
    November 2011
    October 2011
    September 2011

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.